Ferðasjúki barþjónninn áfram í varðhaldi vegna meintra auðgunarbrota Bjarki Ármannsson skrifar 11. janúar 2016 18:45 Rúm átta ár eru síðan Fokin hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Vísir/GVA Konstantin Deniss Fokin, sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 4. febrúar í öðru sakamáli sem snýr að áþekkum fjársvikabrotum sem og meintum auðgunarbrotum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því 7. janúar.Hálfs árs dómur fyrir farmiðasvik Fokin er eistneskur ríkisborgari sem áður hefur hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London.Dómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair.Vísir/ValliDómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi, og fjallað var um fyrr í dag, féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair. Honum er hins vegar nú gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sem tengist meðal annars verðmætum munum sem fundust í híbýlum hans á meðan hann sætti farbanni vegna rannsóknar fjársvikamálsins.Útivistarfatnaður fyrir um eina milljón fannst í híbýlum Fokin Vísir fjallaði um málið fyrir áramót. Fokin var handtekinn þann 2. nóvember stuttu eftir að hann reyndi að greiða fyrir enn einn farmiðann hjá Icelandair í reiðufé á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá höfðu þegar verið gerðar 28 tilraunir til að greiða fyrir miðann, í nafni móður Fokins, með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Allar bókanirnar voru framkvæmdar á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin dvaldist í farbanni sínu og starfaði sem næturvörður í sjálfboðavinnu. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna. Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Konstantin Deniss Fokin, sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir helgi í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik, var í dag dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 4. febrúar í öðru sakamáli sem snýr að áþekkum fjársvikabrotum sem og meintum auðgunarbrotum. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því 7. janúar.Hálfs árs dómur fyrir farmiðasvik Fokin er eistneskur ríkisborgari sem áður hefur hlotið dóma hér á landi, í heimalandi sínu og í öðrum Evrópuríkjum. Rúm átta ár eru síðan Fokin, sem nefndur var „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis árið 2007, hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair. Bókaði hann flugmiða á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum sem hann komst yfir við störf á bar í London.Dómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair.Vísir/ValliDómurinn sem kveðinn var upp yfir Fokin fyrir helgi, og fjallað var um fyrr í dag, féll í máli þar sem honum var gert að sök að hafa svikið út fleiri farmiða í flug á vegum Icelandair. Honum er hins vegar nú gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar sem tengist meðal annars verðmætum munum sem fundust í híbýlum hans á meðan hann sætti farbanni vegna rannsóknar fjársvikamálsins.Útivistarfatnaður fyrir um eina milljón fannst í híbýlum Fokin Vísir fjallaði um málið fyrir áramót. Fokin var handtekinn þann 2. nóvember stuttu eftir að hann reyndi að greiða fyrir enn einn farmiðann hjá Icelandair í reiðufé á söluskrifstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá höfðu þegar verið gerðar 28 tilraunir til að greiða fyrir miðann, í nafni móður Fokins, með nítján greiðslukortanúmerum manna víða um heim. Allar bókanirnar voru framkvæmdar á þráðlausu neti gistiheimilis í Reykjavík þar sem Fokin dvaldist í farbanni sínu og starfaði sem næturvörður í sjálfboðavinnu. Við leit í vistarverum hans og móður, sem komin var til landsins, fundust fjölmörg handskrifuð kortanúmer, þar á meðal úr bókunum gesta á gistiheimlinu, og hins vegar mikið magn af dýrum útivistarfatnaði úr íslenskum verslunum. Andvirði þeirra mun vera um ein milljón króna.
Tengdar fréttir „Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47 Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja fé af Icelandair. 11. janúar 2016 11:47
Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46