Sköpunarkrafturinn virkjaður 3. mars 2007 12:30 Hefur verið leiðandi í bandarísku rokktónlistarlífi undanfarinn áratug en sveitin spilar á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld. Mike Einzeiger er hér í háloftunum. Bandaríska stórsveitin Incubus heldur risatónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Steinþór Helgi Arnsteinsson bjallaði í gítarleikarann hárprúða Mike Einzeiger og ræddi við hann um nu-metalinn, af hverju hann fílar ekki hip-hop og fleira. Incubus á langa og farsæla sögu að baki þrátt fyrir að hafa upplifað tímana tvenna. Sveitin var stofnuð af Mike, Brandon Boyd og Jose Pasillas þegar þeir félagar voru aðeins fimmtán ára gamlir en þeir eru allir enn í fullu fjöri með sveitinni. Nýjasta plata hljómsveitarinnar, Light Grenades (þeirra sjötta í röðinni), fór rakleiðis í fyrsta sæti Billboard-listans í lok síðasta árs og sveitin lauk nýverið við tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada en miðar á hana seldust upp á einum degi. Mike var staddur á heimili sínu í Malibu og hvíldi lúin bein fyrir næsta verkefni eftir fyrrnefnda tónleikaferð þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Næsta verkefni er einmittt Ísland sem Mike hlakkar, venju samkvæmt, mikið til. „Ég hef heyrt að þar séu mjög fallegir jöklar, eldfjöll og konur... og já, karlmenn líka. Ég hef líka heyrt að það sé mjög virkt lista- og tónlistarlíf í landinu, mikið að gerast og virðist spennandi,“ útskýrir Mike galvaskur. Þegar sveitin var að stíga sín fyrstu spor á stjörnuhimni bandarísku rokksenunnar var sveitin iðulega flokkuð með nu-metal sveitum á borð við Korn, Deftones og jafnvel Limp Bizkit. Mike er reyndar ekkert sérstaklega ósáttur við flokkunina enda segir hann að þetta hafi verið það vinsælasta á sínum tíma og að allir tónlistarblaðamenn hafi verið sólgnir í stefnuna. „Núna, hins vegar, láta margar af þessum sveitum og blaðamönnum eins og þetta hafi aldrei átt sér stað, eins og þeim hafi aldrei líkað við þessa tónlist á þeim tíma.“ Þegar Mike er spurður hvort honum hafi fundist hinar nu-metal sveitirnar beinlínist vondar er hann ekki alveg tilbúinn að samþykkja það skilyrðislaust en bendir samt á þá staðreynd að flestar þeirra séu nú hættar og þá væntanlega af ástæðu. „Ég held að okkar tónlist hafi ekki átt svo mikið sameiginlegt með þessum sveitum, því annars hefðum við ekki náð að lifa svona lengi. Mér er samt illa við að segja vonda hluti um aðrar hljómsveitir. Ég lít samt ekki upp til þessarar tegundar tónlistar. Ég er til dæmis heldur ekkert hrifinn af hip-hop tónlist.“ Aðspurður hvað honum líki hins vegar við nefnir Mike meðal annars fönk og soul, sem eru einmitt forverar hip-hops. Á Mike kannski sameiginlegt með hip-hoppi að koma frá sömu rótunum? Hann samþykkir það reyndar en segir að þrátt fyrir það sé hip-hop einfaldlega ekki hluti af hans tónlistarlega orðaforða. Eftir örlítið meira þras um nu-metalinn, hip-hop og fönk er röðin komin að nýju plötunni, Light Grenades. Nafnið segir Mike að sé meira tilvitnun í sprengingu hugmynda og sköpunargleði heldur en andstríðsáróður, sem þó megi túlka á einhvern hátt í nafninu og á plötunni. En hver eru næstu skref Incubus? „Ég veit ekki alveg, við erum kannski ekki byrjaðir að þróa með okkur hugmyndir um næstu plötu. Við erum eingöngu nýbyrjaðir að fylgja nýju plötunni eftir. Það þarf miklu orku til þess að búa til plötu og ég þarf að geta einbeitt mér almennilega að henni. Þessa stundina erum við einfaldlega að einbeita okkur að næstu verkefnum,“ segir Mike. Að því búnu er honum sleppt við frekari spurningar enda betra að hafa manninn vel úthvíldan og einbeittan fyrir tónleikana í kvöld en húsið verður opnað klukkan 20.00 og sjá Mínus-menn um upphitunina. Þegar þetta er skrifað eru enn til örfáir miðar á tónleikana en óseldir miðar verða fáanlegir eftir hádegi í dag í Laugardalshöll. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira
Bandaríska stórsveitin Incubus heldur risatónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Steinþór Helgi Arnsteinsson bjallaði í gítarleikarann hárprúða Mike Einzeiger og ræddi við hann um nu-metalinn, af hverju hann fílar ekki hip-hop og fleira. Incubus á langa og farsæla sögu að baki þrátt fyrir að hafa upplifað tímana tvenna. Sveitin var stofnuð af Mike, Brandon Boyd og Jose Pasillas þegar þeir félagar voru aðeins fimmtán ára gamlir en þeir eru allir enn í fullu fjöri með sveitinni. Nýjasta plata hljómsveitarinnar, Light Grenades (þeirra sjötta í röðinni), fór rakleiðis í fyrsta sæti Billboard-listans í lok síðasta árs og sveitin lauk nýverið við tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada en miðar á hana seldust upp á einum degi. Mike var staddur á heimili sínu í Malibu og hvíldi lúin bein fyrir næsta verkefni eftir fyrrnefnda tónleikaferð þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Næsta verkefni er einmittt Ísland sem Mike hlakkar, venju samkvæmt, mikið til. „Ég hef heyrt að þar séu mjög fallegir jöklar, eldfjöll og konur... og já, karlmenn líka. Ég hef líka heyrt að það sé mjög virkt lista- og tónlistarlíf í landinu, mikið að gerast og virðist spennandi,“ útskýrir Mike galvaskur. Þegar sveitin var að stíga sín fyrstu spor á stjörnuhimni bandarísku rokksenunnar var sveitin iðulega flokkuð með nu-metal sveitum á borð við Korn, Deftones og jafnvel Limp Bizkit. Mike er reyndar ekkert sérstaklega ósáttur við flokkunina enda segir hann að þetta hafi verið það vinsælasta á sínum tíma og að allir tónlistarblaðamenn hafi verið sólgnir í stefnuna. „Núna, hins vegar, láta margar af þessum sveitum og blaðamönnum eins og þetta hafi aldrei átt sér stað, eins og þeim hafi aldrei líkað við þessa tónlist á þeim tíma.“ Þegar Mike er spurður hvort honum hafi fundist hinar nu-metal sveitirnar beinlínist vondar er hann ekki alveg tilbúinn að samþykkja það skilyrðislaust en bendir samt á þá staðreynd að flestar þeirra séu nú hættar og þá væntanlega af ástæðu. „Ég held að okkar tónlist hafi ekki átt svo mikið sameiginlegt með þessum sveitum, því annars hefðum við ekki náð að lifa svona lengi. Mér er samt illa við að segja vonda hluti um aðrar hljómsveitir. Ég lít samt ekki upp til þessarar tegundar tónlistar. Ég er til dæmis heldur ekkert hrifinn af hip-hop tónlist.“ Aðspurður hvað honum líki hins vegar við nefnir Mike meðal annars fönk og soul, sem eru einmitt forverar hip-hops. Á Mike kannski sameiginlegt með hip-hoppi að koma frá sömu rótunum? Hann samþykkir það reyndar en segir að þrátt fyrir það sé hip-hop einfaldlega ekki hluti af hans tónlistarlega orðaforða. Eftir örlítið meira þras um nu-metalinn, hip-hop og fönk er röðin komin að nýju plötunni, Light Grenades. Nafnið segir Mike að sé meira tilvitnun í sprengingu hugmynda og sköpunargleði heldur en andstríðsáróður, sem þó megi túlka á einhvern hátt í nafninu og á plötunni. En hver eru næstu skref Incubus? „Ég veit ekki alveg, við erum kannski ekki byrjaðir að þróa með okkur hugmyndir um næstu plötu. Við erum eingöngu nýbyrjaðir að fylgja nýju plötunni eftir. Það þarf miklu orku til þess að búa til plötu og ég þarf að geta einbeitt mér almennilega að henni. Þessa stundina erum við einfaldlega að einbeita okkur að næstu verkefnum,“ segir Mike. Að því búnu er honum sleppt við frekari spurningar enda betra að hafa manninn vel úthvíldan og einbeittan fyrir tónleikana í kvöld en húsið verður opnað klukkan 20.00 og sjá Mínus-menn um upphitunina. Þegar þetta er skrifað eru enn til örfáir miðar á tónleikana en óseldir miðar verða fáanlegir eftir hádegi í dag í Laugardalshöll.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Sjá meira