Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan- veirunnar við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra mögulegt smit.

Nánar verður fjallað um þetta og rætt við sóttvarnalækni í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verður líka fjallað um mál héraðssaksóknara gegn starfsmanni á Keflavíkurflugvelli, en maðurinn er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Í fréttatímanum sýnum við líka frá munnlegum málflutningi í Landsréttarmálinu sem fram fór hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins í dag og útskýrum kosningakerfið í Iowa þar sem beðið er eftir niðurstöðum úr prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×