Lífið

Þráir ekki frægðina

Zöe Kravitz þráir ekki frægð og frama eins og svo margir. Nordicphotos/Getty
Zöe Kravitz þráir ekki frægð og frama eins og svo margir. Nordicphotos/Getty
Zöe Kravitz, leikkona og dóttir söngvarans Lenny Kravitz, fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni X-Men: First Class. Stúlkan er þó ekki á höttunum eftir frægð og frama ef marka má orð hennar.

„Ég er heppin því ég hef verið í kringum kastljósið allt mitt líf og finnst því ekki eftirsóknarvert að öðlast frægð og frama. Frægðin er orðin að einhverskonar þráhyggju hjá mörgum, sem mér finnst einkennilegt," sagði Kravitz í viðtali við tímaritið Asos.

„Ég er á byrjunarreit þegar kemur að ferli mínum, en hingað til hef ég verið sátt við val mitt á verkefnum og finnst ég ekki hafa farið bak hugsjóna minna á nokkurn hátt," sagði hin unga leikkona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.