Innlent

Reglur um HIV smitaða heilbrigðisstarfsmenn felldar úr gildi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Harladur Briem, sóttvarnalæknir segir að Íslendingar hafi aldrei staðið frammi fyrir því að skurðlæknar eða tannlæknar hafi verið HIV smitaðir.
Harladur Briem, sóttvarnalæknir segir að Íslendingar hafi aldrei staðið frammi fyrir því að skurðlæknar eða tannlæknar hafi verið HIV smitaðir. mynd/365
„Við höfum ekki settar neinar reglur um HIV-smitaða heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir þessu vandamáli að skurðlæknar eða tannlæknar séu HIV-smitaðir."

Haraldur segir að hér á landi sé þeim sjónarmiðum fylgt að tekið yrði á slíku máli ef upp kæmi og slíkt yrði að meta eftir aðstæðum hverju sinni.

Bretar hyggjast fella úr gildi reglur sem kveða á um að HIV-smitaðir skurðlæknar, ljósmæður, tannlæknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn megi ekki framkvæma aðgerðir á sjúklingum. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.

Breska landslæknisembættið segir meiri líkur á að verða fyrir eldingu en að smitast af HIV frá smituðum lækni.

Ný öflug meðferð við HIV hefur leitt til þess að að veirumagn hverfur í raun úr blóðinu. Veirumagnið helst það lágt í blóðinu að líkur á smiti eru mjög litlar.

Breska landslæknisembættið segir að aðeins sé vitað um fjögur tilfelli þar sem heilbrigðisstarfsmaður hefur smitað sjúkling og ekkert þeirra tilfella var í Bretlandi og í öllum tilvikum var læknirinn ekki í meðferð við HIV.

Embættið telur að viðhorf samfélagsins þurfi að breytast, margt hafi breyst frá því að sjúkdómurinn eða veiran smitaðist fyrst í mannfólk.

Í dag ætti ekki að tala um HIV smitaða eins og þeir hafi fengið dauðadóm. Fólk sem gengst undir slíka meðferð getur lifað eins lengi og aðrir og við góð lífsskilyrði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×