Innlent

Gríðarstór borgarísjaki nálgast land

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekki er ólíklegt að ísbirnir fylgi borgarísjökunum sem nálgast nú land.
Ekki er ólíklegt að ísbirnir fylgi borgarísjökunum sem nálgast nú land.
Tveir borgarísjakar, annar gríðarstór, sáust frá togara um fimm leitið í morgun, þar sem þeir voru um 40 sjómílur norður af Skaga, á milli Húnaflóa og Skagafjarðar.

Jakana rak á um það bil einnar sjómílu hraða í átt til lands, að sögn skipstjórans á togaranum, sem fann þá. Sá minni er 40 til 50 metrar í þvermál, en hinn er heilir 300 metrar í þvermál og um tíu metrar á hæð að jafnaði, en aðeins einn tíundi hluti ísjaka stendur upp úr hafinu, sem kunnugt er.  Jakinn nær því hátt í hundrað metra niður í sjóinn. Hann rekur í átt til lands, eins og áður sagði, en straumar gætu breytt stenfu hans þegar kemur nær landi.

Jakarnir sjást vel í ratsjám og stafar skipum því ekki hætt af þeim að svo stöddu. Togaraskikpstjórinn hætti sér ekki það nálægt stóra jakanum að sjá mætti hvort þar væru ísbirnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×