Cousins sá launahæsti í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2018 23:15 Það verður spennandi að fylgjast með Cousins í Minnesota. vísir/getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins. NFL Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins.
NFL Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira