Cousins sá launahæsti í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2018 23:15 Það verður spennandi að fylgjast með Cousins í Minnesota. vísir/getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins. NFL Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins.
NFL Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira