Innlent

Vetur breyttist beint í sumar í Ásbyrgi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vatnið í Botnstjörn innst í Ásbyrgi er að mestu leyti lindarvatn. Þar synda silungar sem væntanlega eru afsprengi seiðasleppingar fyrri tíma. Töluvert af rauðhöfðaönd verpir við tjörnina og endurnar eru þar með unga sína.
Vatnið í Botnstjörn innst í Ásbyrgi er að mestu leyti lindarvatn. Þar synda silungar sem væntanlega eru afsprengi seiðasleppingar fyrri tíma. Töluvert af rauðhöfðaönd verpir við tjörnina og endurnar eru þar með unga sína. Fréttablaðið/Pjetur
Aðsókn að Ásbyrgi í sumar hefur verið góð enda umhverfið fagurt og veðrið hefur leikið við Norðausturland. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir hitann nærri of mikinn til að hægt sé að vinna. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari heimsótti Ásbyrgi.

„Við misstum eina árstíð. Það var bara vetur og svo kom sumar 1. júní,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi.

Hjörleifur segir júní hafa verið einstaklega veðurmildan og góðan fyrir ferðamennsku nema að því leyti að snjó hafi ekki tekið upp af öllum vegum fyrr en um 20. júní, miklu seinna en eðlilegt sé.

„Júlí hefur líka verið góður. Það liggur við að það hafi verið of heitt til þess að vinna,“ segir Hjörleifur, sem segir aðsókn að þjóðgarðinum hafa verið mikla.

„Það hafa margir komið á tjaldsvæðin og allt gengið vel fyrir sig,C segir Hjörleifur.

Á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá Botnstjörn, sem er innst í Ásbyrgi.

„Botnstjörn er paradís undir þessum klettum sem hamfaraflóðin sköpuðu á sínum tíma. Í raun er tjörnin gamall fosshylur,“ segir Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður.

Við Botnstjörn eru rauðhöfðaendur og dálítið af silungi unir sér í vatninu. „Bleikjan sést oft vel,“ segir Hjörleifur. „Seiðum var líklega sleppt í tjörnina á sínum tíma en það er ekki alveg vitað,“ segir Hjörleifur, sem kveður fiskana alls ekki vera til veiða. „Enda eru þeir ekki margir og eru eins og gullfiskarnar okkar.Aðsókn að Ásbyrgi í sumar hefur verið góð enda umhverfið fagurt og veðrið hefur leikið við Norðausturland. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir hitann nærri of mikinn til að hægt sé að vinna. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari heimsótti Ásbyrgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×