Erlent

Fisher hyggst kvænast

Bobby Fischer hefur ákveðið að kvænast japanskri vinkonu sinni. Ekki er ljóst hvort hann fær til þess leyfi, meðan hann situr í fangelsi. Bobby Ficher var handtekinn á Narita flugvelli í Tokyo, í síðasta mánuði, og hefur setið í fangelsi síðan, meðan stjórnvöld í Japan vandræðast með hvort þau eigi að framselja hann, til Bandaríkjanna. Lögfræðingur Fischers skýrði frá því, í morgun, að hann hefði ákveðið að kvænast japanskri vinkonu sinni. Sú heitir Mioko Watai og er starfandi formaður japanska skáksambandsins. Þau Fischer hafa búið saman síðan árið 2000. Lögfræðingur Fichers sagði ekki ljóst hvort hann fengi að kvænast í fangelsinu, og hvort það breytti einhverju um stöðu hans að kvænast japönskum ríkisborgara. Bobby Fischer hefur afneitað bandarískum ríkisborgararétti sínum og sótt um pólitískt hæli í Japan. Bandaríska sendiráðið í Tokyo kemur hinsvegar í veg fyrir að afneitun hans á ríkisborgararétti sé gild. Til þess þarf hann að afneita réttinum augliti til auglitis við bandarískan embættismann, en þrátt fyrir margar beiðnir þar um, hefur enginn frá sendiráðinu fengist til að heimsækja hann, í fangelsið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×