Íslenski boltinn

Blikar hafa haldið hreinu í fimm Evrópuleikjum í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Breiðabliks og FC Santa Coloma.
Úr leik Breiðabliks og FC Santa Coloma. Mynd/Vilhelm
Breiðablik hefur haldið hreinu í fimm af átta Evrópuleikjum í sögu félagsins og í alls 454 mínútur í röð.

Blikar fengu síðast á sig mark í Evrópukeppni er liðið tapaði fyrir Rosenborg, 5-0, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum síðan.

Breiðablik vann svo seinni leikinn á heimavelli, 2-0, en féll engu að síður úr leik í keppninni.

Liðið spilaði ekki í Evrópukeppni í fyrra en hefur spilað fjóra nú í sumar og haldið hreinu í þeim öllum. Blikar unnu FC Santa Coloma frá Andorra, samanlagt 4-0, í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, og Sturm Graz frá Austurríki í 2. umferð, samanlagt 1-0.

Blikar unnu frækinn sigur í síðari leiknum í Austurríki í gær og mæta næst Aktobe frá Kasakstan í 3. umferð keppninnar.

Þess má geta að Breiðablik spilaði fyrst í Evrópukeppni sumarið 2010 en tapaði þá fyrir Motherwell frá Skotlandi, 2-0, í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Síðustu fimm Evrópuleikir Blika:

2011:

20. júlí: Breiðablik - Rosenborg (Noregi) 2-0

2013:

4. júlí: Breiðablik - FC Santa Coloma (Andorra) 4-0

11. júlí: FC Santa Coloma - Breiðablik 0-0

18. júlí: Breiðablik - Sturm Graz (Austurríki) 0-0

25. júlí: Sturm Graz - Breiðablik 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×