30 milljónir söfnuðust eftir Kompásþátt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 25. október 2007 13:00 Um 30 milljónir söfnuðust eftir sýningu Kompásþáttar í vor þar sem hjálparstarf ABC barnahjálpar í Kenýa var til umfjöllunar. Fjárframlögin breyttu miklu fyrir samtökin og nú eiga 340 börn bjartari framtíð fyrir höndum í landinu. Þó er enn þörf á mikilli hjálp til að sinna þeim verkefnum sem eru á döfinni að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur formanns ABC barnahjálpar. Fjárhæðin sem safnaðist er ekki minni en í mörgum landssöfnunum sem haldnar hafa verið hér á landi. Til viðmiðunar söfnuðust 37 milljónir í landssöfnun Rauða krossins á síðasta ári. Það er því ljóst að umfjöllum Kompáss hafði mikil áhrif. „Við sem vinnum að þessum þætti erum afar stolt af því að þátturinn skuli hafa vakið svona viðbrögð," sagði Ingi R. Ingason framleiðandi Kompás. Hann segir það vilja hópsins að búa til efni sem hreyfi við fólki hvort sem það sé innanlands sem utan. „Við viljum vekja athygli á málum sem eiga það skilið." Guðrún Margrét segir ekki alla fjárhæðina renna til Kenýa. Hluti fjárhæðarinnar sé bundinn í sérstökum verkefnum. Þannig sé fimmtán milljóna króna framlag Atorku Group sem dæmi bundið í verkefni í Burkina Faso. Fyrirtækið hafði áhuga á að leggja grunninn í nýju landi. Átta milljónir eru eyrnamerktar byggingu skóla á landi sem samtökin keyptu fyrir utan Naíróbí. Fjögur hús eru leigð undir börnin 200 á vegum samtakanna auk þess sem Þórunn leigir sjálf hús fyrir sig og fjölskylduna og hefur tekið inn á sig fjögur börn. „Samt vantar dýnur og ýmislegt fleira, og við berjumst í bökkum alla daga til að ná endum saman," sagði Guðrún. ABC barnahjálp styður tæplega 8.700 börn í Indlandi, Pakistan, Filippseyjum, Úganda, Kenýa og Líberíu. Börnunum hefur fjölgað um 2.200 á þessu ári. Samtökin eru einnig að hefja verkefni í þremur löndum til viðbótar, en þau eru Senegal Benin og Gínea-Bissau. Eins og fyrr segir er enn þörf á stuðningsaðilum fyrir mörg börn á vegum samtakanna. Hér má nálgast heimasíðu ABC barnahjálpar þar sem hægt er að velja barn til að styðja. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Um 30 milljónir söfnuðust eftir sýningu Kompásþáttar í vor þar sem hjálparstarf ABC barnahjálpar í Kenýa var til umfjöllunar. Fjárframlögin breyttu miklu fyrir samtökin og nú eiga 340 börn bjartari framtíð fyrir höndum í landinu. Þó er enn þörf á mikilli hjálp til að sinna þeim verkefnum sem eru á döfinni að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur formanns ABC barnahjálpar. Fjárhæðin sem safnaðist er ekki minni en í mörgum landssöfnunum sem haldnar hafa verið hér á landi. Til viðmiðunar söfnuðust 37 milljónir í landssöfnun Rauða krossins á síðasta ári. Það er því ljóst að umfjöllum Kompáss hafði mikil áhrif. „Við sem vinnum að þessum þætti erum afar stolt af því að þátturinn skuli hafa vakið svona viðbrögð," sagði Ingi R. Ingason framleiðandi Kompás. Hann segir það vilja hópsins að búa til efni sem hreyfi við fólki hvort sem það sé innanlands sem utan. „Við viljum vekja athygli á málum sem eiga það skilið." Guðrún Margrét segir ekki alla fjárhæðina renna til Kenýa. Hluti fjárhæðarinnar sé bundinn í sérstökum verkefnum. Þannig sé fimmtán milljóna króna framlag Atorku Group sem dæmi bundið í verkefni í Burkina Faso. Fyrirtækið hafði áhuga á að leggja grunninn í nýju landi. Átta milljónir eru eyrnamerktar byggingu skóla á landi sem samtökin keyptu fyrir utan Naíróbí. Fjögur hús eru leigð undir börnin 200 á vegum samtakanna auk þess sem Þórunn leigir sjálf hús fyrir sig og fjölskylduna og hefur tekið inn á sig fjögur börn. „Samt vantar dýnur og ýmislegt fleira, og við berjumst í bökkum alla daga til að ná endum saman," sagði Guðrún. ABC barnahjálp styður tæplega 8.700 börn í Indlandi, Pakistan, Filippseyjum, Úganda, Kenýa og Líberíu. Börnunum hefur fjölgað um 2.200 á þessu ári. Samtökin eru einnig að hefja verkefni í þremur löndum til viðbótar, en þau eru Senegal Benin og Gínea-Bissau. Eins og fyrr segir er enn þörf á stuðningsaðilum fyrir mörg börn á vegum samtakanna. Hér má nálgast heimasíðu ABC barnahjálpar þar sem hægt er að velja barn til að styðja.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira