Lífið

Vífilfell gaf Mæðrastyrksnefnd 2 milljónir

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, tók á móti gjöfum frá Árna Stefánssyni, forstjóra Vífilfells.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, tók á móti gjöfum frá Árna Stefánssyni, forstjóra Vífilfells.

Forsvarsmenn drykkjarvöruframleiðandans Vífilfells afhentu í dag Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík og fleiri góðgerðar- og líknarfélögum vörur frá fyrirtækinu að andvirði alls um 2 milljónir króna. Vífilfell hefur ákveðið að gefa viðskiptavinum fyrirtækisins engar jólagjafir í ár en gefa þess í stað vörur sem samsvara andvirði jólagjafanna til góðgerðar- og líknarfélaga. Félögin deila vörunum síðan út til skjólstæðinga sinna. Vífilfell hefur styrkt góðgerðar- og líknarfélög fyrir jólin undanfarin ár en framlagið í ár er hærra en nokkru sinni.

Meðal þeirra sem fá vörur frá Vífilfelli fyrir jólin eru Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík og á Akranesi og Akureyri, Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf Krossins, Velferðarsjóður Suðurnesja, Hjálpræðisherinn, Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, Líknarsjóður Árbæjarkirkju og Kvenfélagið Hringurinn.

Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, segir að oft hafi verið þörf á stuðningi við hjálparstofnanir en nú fyrir jólin sé það alger nauðsyn. Hvetur Vífilfell alla þá sem eru aflögufærir til að styðja við hjálparstarf en margt smátt gerir eitt stórt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.