Lífið

Lopez: Ég var svo óörugg með mig og hæfileika mína

myndir/cover media & vogue
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez, 42 ára, er vægast sagt stórglæsileg á forsíðu VOGUE tímaritsins klædd í rautt eins og sjá má á myndunum.

„Ég var svo óörugg með mig og hæfileika mína. Ég braut sjálfa mig niður og hældi mér aldrei fyrir það sem ég hef að bera. Þess vegna kunni enginn að meta mig heldur. Þinn spegill er nákvæmlega eins og heimurinn speglar þig," segir söngkonan í tímaritinu.

Spurð um söngvarann Marc Anthony sem hún skildi við í fyrra svaraði Jennifer: „Hann sagði mér sífellt hvað röddin mín er falleg og hann sagði alltaf að ég yrði að láta hana hljóma þarna úti. Vertu stolt af sjálfri þér. Síðan einn daginn sagði ég við sjálfa mig: Já ég er góð í þessu!„ segir hún jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.