Innlent

Stal nítján milljónum

Fasteignasali var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa á tímabilinu mars 2001 til desember 2002 dregið sér rúmar nítján milljónir króna af fé sem hann tók við frá viðskiptavinum vegna sölu á fasteignum. Maðurinn var í Hæstarétti sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér 2,9 milljónir frá níræðum manni, en héraðsdómur hafði sýknað hann af þeim hluta ákærunnar. Hæstiréttur þyngir þar dóm héraðsdóms um þrjá mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×