Á talsvert inni fyrir landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2013 07:15 „Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. „Jú, ég fylgdist með þessu. Það var ekki gaman,“ bætir hann við. Alfreð viðurkennir að 2-0 tapið í Zagreb sitji enn í honum. „Ég held að ég muni aldrei sætta mig fullkomlega við þetta – að hafa verið svo nálægt þessu en mistekist. Hins vegar er lítið við því að gera þegar maður tapar fyrir liði sem spilar betur á þeim degi. Króatarnir voru mun betri en við í þessum leik. Þannig var það bara,“ segir hann. Alfreð byrjaði í helmingi leikja Íslands í undankeppni HM og kom við sögu í öllum þeirra nema tveimur. Hann skoraði tvö mörk af þeim sautján sem Ísland skoraði alls. „Ég byrjaði ágætlega á þessu ári og átti gott samstarf við Kolbein. En þá meiðist ég og missi af tveimur leikjum. Liðinu gekk þá vel og ég komst ekki aftur inn í byrjunarliðið strax,“ segir Alfreð. „Mér finnst ég eiga talsvert inn með landsliðinu og að ég geti sýnt meira en ég hef gert. Það finnst mér jákvætt.“ Alfreð byrjaði í báðum leikjunum gegn Króatíu en sóknarleikur Íslands gekk illa í þeim leikjum. „Ég fundaði mikið með Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfara] þar sem við fórum yfir leikskipulagið. En sóknarleikurinn var ekki í forgangi og ég held að okkur hafi ekki tekist að skapa okkur opið færi í þessum tveimur leikjum. Þá nýtast mínir hæfileikar ekki sem best,“ segir Alfreð. „En það er alveg ljóst að við erum komnir með góðan grunn fyrir framtíðina. Við töluðum það strax eftir leik að nota þessa ónotatilfinningu til að hvetja okkur áfram í næstu undankeppni. Næsta markmið er að gera atlögu að sæti í úrslitakeppni EM 2016.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
„Eigum við ekki bara að sleppa því að tala um það,“ segir Alfreð Finnbogason spurður um hvort hann hafi fylgst með þegar dregið var í riðla fyrir HM í Brasilíu næsta sumar. Króatía, sem sló Ísland úr leik í umspilsrimmu liðanna í síðasta mánuð, verður í riðli með Brasilíu og spilar opnunarleik keppninnar gegn heimamönnum. „Jú, ég fylgdist með þessu. Það var ekki gaman,“ bætir hann við. Alfreð viðurkennir að 2-0 tapið í Zagreb sitji enn í honum. „Ég held að ég muni aldrei sætta mig fullkomlega við þetta – að hafa verið svo nálægt þessu en mistekist. Hins vegar er lítið við því að gera þegar maður tapar fyrir liði sem spilar betur á þeim degi. Króatarnir voru mun betri en við í þessum leik. Þannig var það bara,“ segir hann. Alfreð byrjaði í helmingi leikja Íslands í undankeppni HM og kom við sögu í öllum þeirra nema tveimur. Hann skoraði tvö mörk af þeim sautján sem Ísland skoraði alls. „Ég byrjaði ágætlega á þessu ári og átti gott samstarf við Kolbein. En þá meiðist ég og missi af tveimur leikjum. Liðinu gekk þá vel og ég komst ekki aftur inn í byrjunarliðið strax,“ segir Alfreð. „Mér finnst ég eiga talsvert inn með landsliðinu og að ég geti sýnt meira en ég hef gert. Það finnst mér jákvætt.“ Alfreð byrjaði í báðum leikjunum gegn Króatíu en sóknarleikur Íslands gekk illa í þeim leikjum. „Ég fundaði mikið með Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfara] þar sem við fórum yfir leikskipulagið. En sóknarleikurinn var ekki í forgangi og ég held að okkur hafi ekki tekist að skapa okkur opið færi í þessum tveimur leikjum. Þá nýtast mínir hæfileikar ekki sem best,“ segir Alfreð. „En það er alveg ljóst að við erum komnir með góðan grunn fyrir framtíðina. Við töluðum það strax eftir leik að nota þessa ónotatilfinningu til að hvetja okkur áfram í næstu undankeppni. Næsta markmið er að gera atlögu að sæti í úrslitakeppni EM 2016.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira