Lögfræðikostnaður Hannesar um 30 milljónir 3. apríl 2008 19:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?" Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?"
Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02
Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23
HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59
Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30