Erlent

Ólæti í Kristjaníu

Þrír eru í haldi lögreglu í Kaupmannahöfn eftir mikil ólæti í fríríkinu Kristjaníu í nótt. Átök brutust út á milli íbúa hverfisins og lögreglu eftir að lögregla skaut einn af hinum svokölluðu Kristjaníuhundum.

Lögregla skaut hundinn þegar hún var að handtaka tvo menn grunaða um eiturlyfjasölu. íbúarnir brugðust ókvæða við og kveiktu í lögreglubílnum.

Þeir sendu síðan frá sér fréttatilkynningu þar sem drápið á hundinum er harðlega fordæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×