Eyjólfur: Ekki kominn í þrot með landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2007 20:39 Eyjólfur Sverrisson segir að sínir menn hafi mætt vel undirbúnir í leikinn gegn Liechtenstein. Mynd/E. Stefán Eyjólfur Sverrisson (ES) sagði í viðtali við Sýn eftir leik að hann væri ekki kominn í þrot með íslenska landsliðið þrátt fyrir 3-0 tap í Liechtenstein. Guðmundur Benediktsson (GB), íþróttafréttamaður á Sýn, ræddi við Eyjólf eftir leikinn. „Við vorum niðurlægðir," sagði Eyjólfur. „Við erum hrikalega daprir vegna þessa, þetta var með ólíkindum. Við fengum á okkur þrjú mörk á móti Liechtenstein. Sjálfir fengum við fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Það er bara einfaldlega þannig að við vorum ekki að spila nógu vel í dag. Við vorum ekki nógu þéttir, ekki að spila sem lið og það þarftu að gera til að ná árangri." Vorum mjög vel undirbúnir GB: Vorum við ekki nægilega vel undirbúnir fyrir leik Liechtenstein? ES: Jú, við vorum mjög vel undirbúnir. Það hefur hins vegar sýnt sig í lekjum þar sem við þurfum að stjórna spilinu meira og teljum okkur þurfa að sækja, þá fer allt í lás. Það er það sem gerðist í dag. Um leið og við fáum á okkur mark fer allt úrskeðis. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að berjast við síðustu fimm árin. Við eigum tvo góða leiki í röð og svo eigum við slæma leiki. Þessi vörn stóð sig mjög vel á móti Spánverjum og Norður-Írum. Við þurfum að finna meiri stöðugleika. Það hefur ekki gerst síðustu fimm árin. Verðum rassskelltir þegar við þurfum að sækja GB: Var farið sérstaklega yfir varnarleikinn? Eftir leikinn gegn Lettum á laugardaginn fengum við á okkur fjögur mörk á heimavelli. Hér fáum við á okkur þrjú mörk gegn Liechtenstein sem er dvergríki í knattspyrnu. ES: Já, já. Á móti Lettum fengum við mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Þar voru menn ekki nægilega einbeittir. Það er visst agaleysi því menn þurfa að vera á tánum í föstum leikatriðum. Í dag fáum við á okkur skyndisóknir. Við verðum að hindra þetta. Það virðist vera þannig að þegar við erum þéttir, þegar við erum allir að verjast á okkar vallarhelmingi, náum við góðum úrslitum. Um leið og við þurfum að færa okkur aðeins framar á völlinn verðum við yfirleitt rassskelltir. Allt liðið í baklás GB: Þú telur þig ekki vera kominn í þrot með þetta lið? ES: Nei, ég er ekki kominn í þrot með þetta lið. Framundan er þessi vinna að fá stöðugleika í liðið. Þetta er liðið sem spilaði frábærlega á móti Spánverjum og Norður-Írum. Það fór allt í baklás í dag. Það er með ólíkindum. Það verður að stoppa í það. Hugarfarið var mjög gott GB: Var hugarfarið slæmt? ES: Hugarfarið fyrir þennan leik var mjög gott, alveg eins og fyrir leikina gegn Spánverjum og Norður-Írum. En um leið og við þurfum að sækja á fleiri mönnum lendum við alltaf í vandræðum. Hermann vildi klára leikinn sjálfur GB: Mér fannst Hermann Hreiðarsson oft spila úr stöðu þannig að þeir fóru trekk í trekk upp hægri vænginn í fyrri hálfleik. Hvernig stóð á því? ES: Ég held að Hermann hafi viljað gera of mikið. Hann setti of mikið á sínar herðar. Hann ætlaði að klára leikinn fyrir allt liðið. Það gerir enginn maður. Við verðum að gera þetta saman sem lið. Við fórum yfir þetta í hálfleik. Þetta er hluti af vandamálinu, menn ætla sér of mikið. Gaf mönnum nokkrar mínútur GB: Þú gerðir enga skiptingu í leikhlé, af hverju beiðstu með þær? ES: Við vildum sjá hverjir ætluðu sér að spila þennan leik almennilega. Ég sagði þeim í hálfleik að þeir hefðu nokkrar mínútur til að sýna þann vilja. Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson (ES) sagði í viðtali við Sýn eftir leik að hann væri ekki kominn í þrot með íslenska landsliðið þrátt fyrir 3-0 tap í Liechtenstein. Guðmundur Benediktsson (GB), íþróttafréttamaður á Sýn, ræddi við Eyjólf eftir leikinn. „Við vorum niðurlægðir," sagði Eyjólfur. „Við erum hrikalega daprir vegna þessa, þetta var með ólíkindum. Við fengum á okkur þrjú mörk á móti Liechtenstein. Sjálfir fengum við fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Það er bara einfaldlega þannig að við vorum ekki að spila nógu vel í dag. Við vorum ekki nógu þéttir, ekki að spila sem lið og það þarftu að gera til að ná árangri." Vorum mjög vel undirbúnir GB: Vorum við ekki nægilega vel undirbúnir fyrir leik Liechtenstein? ES: Jú, við vorum mjög vel undirbúnir. Það hefur hins vegar sýnt sig í lekjum þar sem við þurfum að stjórna spilinu meira og teljum okkur þurfa að sækja, þá fer allt í lás. Það er það sem gerðist í dag. Um leið og við fáum á okkur mark fer allt úrskeðis. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að berjast við síðustu fimm árin. Við eigum tvo góða leiki í röð og svo eigum við slæma leiki. Þessi vörn stóð sig mjög vel á móti Spánverjum og Norður-Írum. Við þurfum að finna meiri stöðugleika. Það hefur ekki gerst síðustu fimm árin. Verðum rassskelltir þegar við þurfum að sækja GB: Var farið sérstaklega yfir varnarleikinn? Eftir leikinn gegn Lettum á laugardaginn fengum við á okkur fjögur mörk á heimavelli. Hér fáum við á okkur þrjú mörk gegn Liechtenstein sem er dvergríki í knattspyrnu. ES: Já, já. Á móti Lettum fengum við mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Þar voru menn ekki nægilega einbeittir. Það er visst agaleysi því menn þurfa að vera á tánum í föstum leikatriðum. Í dag fáum við á okkur skyndisóknir. Við verðum að hindra þetta. Það virðist vera þannig að þegar við erum þéttir, þegar við erum allir að verjast á okkar vallarhelmingi, náum við góðum úrslitum. Um leið og við þurfum að færa okkur aðeins framar á völlinn verðum við yfirleitt rassskelltir. Allt liðið í baklás GB: Þú telur þig ekki vera kominn í þrot með þetta lið? ES: Nei, ég er ekki kominn í þrot með þetta lið. Framundan er þessi vinna að fá stöðugleika í liðið. Þetta er liðið sem spilaði frábærlega á móti Spánverjum og Norður-Írum. Það fór allt í baklás í dag. Það er með ólíkindum. Það verður að stoppa í það. Hugarfarið var mjög gott GB: Var hugarfarið slæmt? ES: Hugarfarið fyrir þennan leik var mjög gott, alveg eins og fyrir leikina gegn Spánverjum og Norður-Írum. En um leið og við þurfum að sækja á fleiri mönnum lendum við alltaf í vandræðum. Hermann vildi klára leikinn sjálfur GB: Mér fannst Hermann Hreiðarsson oft spila úr stöðu þannig að þeir fóru trekk í trekk upp hægri vænginn í fyrri hálfleik. Hvernig stóð á því? ES: Ég held að Hermann hafi viljað gera of mikið. Hann setti of mikið á sínar herðar. Hann ætlaði að klára leikinn fyrir allt liðið. Það gerir enginn maður. Við verðum að gera þetta saman sem lið. Við fórum yfir þetta í hálfleik. Þetta er hluti af vandamálinu, menn ætla sér of mikið. Gaf mönnum nokkrar mínútur GB: Þú gerðir enga skiptingu í leikhlé, af hverju beiðstu með þær? ES: Við vildum sjá hverjir ætluðu sér að spila þennan leik almennilega. Ég sagði þeim í hálfleik að þeir hefðu nokkrar mínútur til að sýna þann vilja.
Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira