Mig dreymir enn á íslensku eftir öll þessi ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 08:45 Ég er mjög spennt að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fá að stoppa heima í fáeina daga,“ segir Eva Guðný Þórarinsdóttir sem leikur einleik með sveitinni á morgun. Hún kveðst aldrei hafa spilað fiðlukonsert Mozart númer 5 í Adúr áður með hljómsveit. „Þegar Þorvaldur Bjarni spurði hvort ég væri til í þetta verkefni varð ég fyrst svolítið smeyk en svo byrjaði ég að æfa og það hefur verið gott fyrir mig að takast á við það. Fiðluleikarar spila alltaf part úr þessu verki í prufuspilun og þá auðvitað undir pressu. Því er gaman að taka það úr stress-samhenginu og líka að spila alla kaflana.“ Eva Guðný var tólf ára þegar hún flutti til Englands í heimavistarskóla Yehudi Menuhins, þar sem allar venjulegar námsgreinar voru kenndar auk þess sem mikil áhersla var lögð á tónlist. „Það var voða sérstakt,“ rifjar hún upp. „Erfið reynsla en ég mundi ekki vilja taka hana til baka – held ég.“ Nú býr hún í Manchester með kærasta sem hún kynntist fyrir tólf árum þegar þau voru bæði í framhaldsnámi í tónlist. „Hann er fiðluleikari líka og er í Hallé-hljómsveitinni með mér,“ lýsir hún glaðlega. Foreldrar Guðnýjar, Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, búa á Spáni en komu til landsins með dótturinni til að hlýða á tónleikana. Þótt hún hafi eðlilega misst náin tengsl við Ísland kveðst hún halda góðu sambandi við gamla fiðlukennarann sinn, hana Guðnýju Guðmundsdóttur. „Þegar ég spilaði einleikstónleika í Hörpu 2012 mætti Guðný þar og reyndar voru ótrúlega margir sem mundu eftir mér, svo það var ánægjulegt og gaman að koma heim.“ Íslendingar eru auðvitað stoltir af sinni konu en vilja ekki Bretar eigna sér hana líka? „Ég er náttúrlega búin að vera lengur í Bretlandi en á Íslandi en mig dreymir samt enn á íslensku eftir öll þessi ár, þeir ensku geta ekki tekið það frá mér!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Hofi. Auk fiðlukonsertsins verður sinfónía númer 40 í G-moll og forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós þar á dagskrá. Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ég er mjög spennt að spila með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og fá að stoppa heima í fáeina daga,“ segir Eva Guðný Þórarinsdóttir sem leikur einleik með sveitinni á morgun. Hún kveðst aldrei hafa spilað fiðlukonsert Mozart númer 5 í Adúr áður með hljómsveit. „Þegar Þorvaldur Bjarni spurði hvort ég væri til í þetta verkefni varð ég fyrst svolítið smeyk en svo byrjaði ég að æfa og það hefur verið gott fyrir mig að takast á við það. Fiðluleikarar spila alltaf part úr þessu verki í prufuspilun og þá auðvitað undir pressu. Því er gaman að taka það úr stress-samhenginu og líka að spila alla kaflana.“ Eva Guðný var tólf ára þegar hún flutti til Englands í heimavistarskóla Yehudi Menuhins, þar sem allar venjulegar námsgreinar voru kenndar auk þess sem mikil áhersla var lögð á tónlist. „Það var voða sérstakt,“ rifjar hún upp. „Erfið reynsla en ég mundi ekki vilja taka hana til baka – held ég.“ Nú býr hún í Manchester með kærasta sem hún kynntist fyrir tólf árum þegar þau voru bæði í framhaldsnámi í tónlist. „Hann er fiðluleikari líka og er í Hallé-hljómsveitinni með mér,“ lýsir hún glaðlega. Foreldrar Guðnýjar, Þórarinn Ólafsson og Marta Bjarnadóttir, búa á Spáni en komu til landsins með dótturinni til að hlýða á tónleikana. Þótt hún hafi eðlilega misst náin tengsl við Ísland kveðst hún halda góðu sambandi við gamla fiðlukennarann sinn, hana Guðnýju Guðmundsdóttur. „Þegar ég spilaði einleikstónleika í Hörpu 2012 mætti Guðný þar og reyndar voru ótrúlega margir sem mundu eftir mér, svo það var ánægjulegt og gaman að koma heim.“ Íslendingar eru auðvitað stoltir af sinni konu en vilja ekki Bretar eigna sér hana líka? „Ég er náttúrlega búin að vera lengur í Bretlandi en á Íslandi en mig dreymir samt enn á íslensku eftir öll þessi ár, þeir ensku geta ekki tekið það frá mér!“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun í Hofi. Auk fiðlukonsertsins verður sinfónía númer 40 í G-moll og forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós þar á dagskrá.
Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“