Enski boltinn

De Gea: Martial er ótrúlegur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Gea varði vítaspyrnu frá Romelu Lukaku í seinni hálfleik.
De Gea varði vítaspyrnu frá Romelu Lukaku í seinni hálfleik. vísir/getty
David De Gea hrósaði Anthony Martial í hástert eftir að sá síðarnefndi tryggði Manchester United sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Everton í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í dag.

„Það tekur hann bara sekúndu að skora,“ sagði De Gea um Frakkann unga sem hefur slegið í gegn í vetur.

„Hann er ótrúlegur. Við unnum leikinn á síðustu mínútunni sem er magnað.“

De Gea átti sjálfur risastóran þátt í sigri United en hann varði vítaspyrnu frá Romelu Lukaku í seinni hálfleik.

„Þetta var lykilatriði í leiknum. Þeir spiluðu mjög vel og fengu nokkur færi undir lokin en við vorum góðir og kláruðum þetta. Við erum mjög ánægðir,“ sagði markvörðurinn öflugi.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, stuðningsmennina og félagið, að vinna bikarkeppnina. Við viljum líka enda í fjórum efstu sætunum,“ bætti De Gea við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×