Enski boltinn

Jóhann Berg á skotskónum fyrir Charlton | Fleetwood að bjarga sér frá falli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg hefur komið með beinum hætti að 14 mörkum í vetur.
Jóhann Berg hefur komið með beinum hætti að 14 mörkum í vetur. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark Charlton Athletic í 1-3 tapi fyrir Brighton í ensku B-deildinni í dag.

Þetta var fjórða deildarmark íslenska landsliðsmannsins á tímabilinu en hann hefur einnig gefið 10 stoðsendingar.

Charlton var fallið fyrir leikinn í dag en lítið hefur gengið hjá liðinu í vetur.

Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff City sem gerði 2-2 jafntefli við botnlið Bolton á heimavelli.

Björn Bergmann Sigurðarson var sömuleiðis ekki í leikmannahópi Wolves sem gerði markalaust jafntefli við Rotherham United á heimavelli.

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Fleetwood Town sem gerði 0-0 jafntefli við Blackpool á heimavelli í C-deildinni.

Eggert og félagar eru í 20. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×