Innlent

Arnarnesræningjarnir handteknir

Fjórir einstaklingar, tveir menn og tvær konur, sem grunuð eru um að hafa ráðist inn á heimili roskinna hjóna á Arnarnesi á kjördag. Mennirnir voru vopnaðir og grímuklæddir þegar þeir ruddust inn á heimilið og hótuðu hjónunum lífláti ef þau létu ekki fjármuni af hendi. Hjónunum var haldið í gíslingu í 15 til 20 mínútur á meðan þeir fóru ránshendi um íbúðina.

Tóku þeir hringa af fingrum konunnar, tóku einnig farsíma, seðlaveski með um 60.000 krónum, upptökuvél og fartölvu. Voru aðfarir mannanna mjög harkalegar og er konan nokkuð lemstruð eftir.

Fólksins var ákaft leitað frá því á laugardagskvöldið og í dag tókst lögreglu að hafa hendur í hári þeirra.

Lögregla hefur boðað blaðamannafund vegna málsins klukkan hálfsex í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×