Jóhanna Júlía náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun á Norwegian CrossFit mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn en endaði í áttunda sæti. Mynd/Instagram/johannajuliusdottir Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST CrossFit Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira
Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST
CrossFit Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira