Jóhanna Júlía náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun á Norwegian CrossFit mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn en endaði í áttunda sæti. Mynd/Instagram/johannajuliusdottir Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST
CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira