Innlent

Talsvert af Íslendingum býr í Mexíkó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haraldur Briem segir að fjöldi Íslendinga ferðist frá Mexíkó til Íslands. Mynd/ Hari
Haraldur Briem segir að fjöldi Íslendinga ferðist frá Mexíkó til Íslands. Mynd/ Hari
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segist ekki hafa spurnir af því að einhverjir Íslendingar hafi verið að koma frá Mexíkó undanfarna daga.

Þar hafa rösklega 100 manns látíst af völdum svínaflensu að undanförnu og hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin varað við mögulegum heimsfaraldri. Tilfelli veirunnar hafa greinst í Svíþjóð og Danmörku og í báðum tilfellum var um að ræða fólk sem var að koma frá Mexíkó.

„Það náttúrlega má búast við því að fólk komi þaðan og hingað því að það er talsvert af Íslendingum í Mexíkó. En ég hef ekki spurnir af því að einhverjir hafi verið að koma þessa dagana," segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Haraldur bendir á að þeir sem eru með einkenni og eru að koma frá þessum sýktu svæðum eigi að hafa samband við lækni þegar þeir koma til landsins. Hann bendir á að Landlæknir hafi gefið út tilmæli á vefsíðu sinni vegna þessa faraldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×