Enski boltinn

Hargreaves og O'Shea í hópnum hjá United á móti Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John  O' Shea fékk hrós frá stjóranum.
John O' Shea fékk hrós frá stjóranum. Mynd/AFP
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun að miðjumaðurinn Owen Hargreaves og varnarmaðurinn John O'Shea yrði í leikmannahópnum en þeir hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla.

„John O'Shea og Owen Hargreaves hafa æft mjög vel með aðalliðinu. Það er ekki langt í þá og ég mun nota annan þeirra sem varamann á laugardag og hinn gæti komið inn á sem varamaður á miðvikudaginn," sagði Alex Ferguson.

„Ég verð að nefna John O'Shea sérstaklega þegar kemur að vinnusemi og dugnaði því hann hefur lagt mikið á sig undanfarnar tvær til þrjár vikur," sagði Ferguson og bætti við:

„Ef ég nota einn álaugardag og annan á miðvikudaginn þá fá þeir mikið sjálfstraust opg geta sagt að þeir séu komnir til baka. Það er einmitt það sem þeir þurfa," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×