Jack Hermansson með óvæntan sigur á Jacare í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. apríl 2019 05:39 Hermansson fagnar sigri. Vísir/Getty Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Jack Hermansson nældi sér í nótt í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir dómaraákvörðun. Þeir Jack Hermansson og Jacare Souza mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Flórída í kvöld. Fyrir bardagann var Jacare lofað að fá titilbardaga með sigri í nótt. Hermansson, sem kom inn í þennan bardaga með aðeins þriggja vikna fyrirvara, átti hins vegar magnaða frammistöðu. Hermansson vankaði Jacare í 1. lotu og reyndi að klára glímumanninn með hengingu en Jacare lifði af. Hermansson var óhræddur við að fara í gólfið með Jacare og ógnaði honum einnig standandi. Hermansson var betri yfir loturnar fimm og hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni. Hermansson hefur nú unnið tvo bardaga á einum mánuði og fær væntanlega enn stærri bardaga næst. Svíinn hefur verið búsettur í Noregi í meira en áratug og vonast eftir að fá stóran bardaga í Danmörku í haust en bardagakvöldið hefur ekki enn verið staðfest af UFC. Fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy náði síðan í sinn fyrsta sigur í UFC. Hardy kláraði Dmitri Smolaikov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu og er hann nú 4-1 sem atvinnumaður í MMA. Smolaikov gafst mjög auðveldlega upp þegar á móti blés og hefur val UFC á andstæðingi Hardy verið harðlega gagnrýnt. Smolaikov hefur tapað öllum þremur bardögum sínum í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Getur Jacare tryggt sér titilbardaga í kvöld? UFC er með fínasta bardagakvöld í Flórída í kvöld þar sem þeir Ronaldo 'Jacare' Souza og Jack Hermansson mætast í aðalbardaga kvöldsins. Með sigri getur Jacare fengið titilbardagann sem hann hefur svo lengi beðið eftir. 27. apríl 2019 06:00