Sunna: Hefði átt að láta strákana kýla mig fyrir bardagann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. maí 2019 12:00 Sunna mun líklega berjast aftur við Curran á þessu ári. Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir var gestur í tveggja ára afmælisþætti Búrsins á Stöð 2 Sport þar sem hún gerði upp bardagann gegn Kailin Curran á dögunum. Sunna var þá að taka þátt í móti hjá Invicta-bardagasambandsins þar sem átta bardagakonur börðust um strávigtarbelti sambandsins. Bardagi Sunnu og Curran var fyrsti bardagi kvöldsins og almennt talinn vera skemmtilegasti bardagi kvöldsins. Sunna var tvisvar sinnum kýld niður en náði að sama skapi að skella Curran tvisvar í gólfið. Dómarar voru ekki sammála um niðurstöðuna en á endanum vann Curran á klofnum dómaraúrskurði. Alls ekki allir sammála um þá niðurstöðu. Curran komst svo í úrslitabardagann en tapaði þar. Sunna fór ítarlega yfir bardagann í Búrinu en hún var eðlilega svekkt með niðurstöðuna og var heldur ekki alveg nógu ánægð með sína frammistöðu. „Ég var ekki alveg ég sjálf þarna í byrjun bardagans og eins ég þurfti þungt högg í mig til þess að kveikja á vélinni,“ segir Sunna sem komst í frábæra stöðu er þrjár mínútur voru eftir af lotunni. Náði þá bakinu á Curran en missti hana síðan upp aftur. „Það var ekki ætlunin að leyfa henni að komast aftur upp. Ég hef alveg misst smá svefn yfir þessu. Ég var með hana í draumastöðunni.“ Sunna var helst svekkt yfir því að hafa ekki byrjað bardagann af þeim krafti sem hún ætlaði sér. „Ég sagði við strákana að þeir hefðu eiginlega átt að kýla mig, gefa mér einn kaldan, áður en ég fór inn í búrið. Það hefði hjálpað mér og kveikt á mér,“ segir Sunna nokkuð létt en hún hafði þá Luka Jelcic og Hrólf Ólafsson sér til halds og trausts í þessu verkefni. Hún segir að ekki sé ólíklegt að hún berjist fullan bardaga við Curran næst hjá Invicta. Bardaginn hafi verið góður og ekki allir sammála um niðurstöðuna. Því verði að gera þetta upp í fullum bardaga. Báðir aðilar séu spenntir fyrir því. Sjá má Sunnu gera upp bardagann hér að neðan. Búrið var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær en verður aftur á dagskránni í kvöld og á morgun.Klippa: Búrið: Sunna gerir upp bardagann gegn Curran
MMA Tengdar fréttir Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. 4. maí 2019 00:37
Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30
Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00