Lotta fer á nagladekk Benedikt Bóas skrifar 3. janúar 2019 08:30 Leikhópurinn. Verkið verður nú sýnt innandyra. Við erum að fara að setja upp Rauðhettu, 10 árum síðar. Núna erum við komin undir þak, erum innandyra. Við höfum svolítið endurnýjað verkið og poppað þetta upp frá fyrri útgáfu með nýjum lögum og trúum að við getum gert betur,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, meðlimur í Leikhópnum Lottu en hópurinn mun hefja vetrarsýningar um helgina. Þetta er í annað sinn sem hópurinn setur verkið upp en það var fyrst frumsýnt fyrir áratug og þá sýnt utandyra um allt land. Nú verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi. Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn þekkja allir en í meðförum Lottu hefur tveimur þekktum ævintýrum til viðbótar verið bætt í leikinn. Það eru sögurnar um grísina þrjá og systkinin Hans og Grétu. Þá eru í verkinu fleiri en tíu stórskemmtileg lög sem binda söguna saman. Úr verður gómsætur ævintýrakokteill. „Við erum að fikta aðeins í sögunni, setjum okkar svip á ævintýrin þó svo þau lúti ákveðnum reglum, svona að einhverju leyti,“ segir hún. Hópurinn áætlar hátt í 30 sýningar í Tjarnarbíói í janúar, febrúar og mars en ætlar einnig að leggja land undir fót og heimsækja yfir 20 staði á landinu öllu og færa landsbyggðinni Ævintýraskóginn alveg upp að dyrum. „Rauðhetta fær að lifa út mars og svo byrjum við á sumarverkefninu. Byrjum hér í rúman mánuð, svo förum við á flakk um landið. Lottan fer á nagladekk. Við förum í þrjár stórar ferðir. Vesturland og Vestfirði, svo Norðurland og loks Suður- og Austurland. Frá Vík að Vopnafirði. Þetta eru um 20 bæjarfélög – aðeins færri en á sumrin – en samt heilmikið. Þetta er það sem við gerum til að sinna landsbyggðinni. Við gátum ekki sett þetta upp án þess að heimsækja vini okkar á landsbyggðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við erum að fara að setja upp Rauðhettu, 10 árum síðar. Núna erum við komin undir þak, erum innandyra. Við höfum svolítið endurnýjað verkið og poppað þetta upp frá fyrri útgáfu með nýjum lögum og trúum að við getum gert betur,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, meðlimur í Leikhópnum Lottu en hópurinn mun hefja vetrarsýningar um helgina. Þetta er í annað sinn sem hópurinn setur verkið upp en það var fyrst frumsýnt fyrir áratug og þá sýnt utandyra um allt land. Nú verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi. Ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn þekkja allir en í meðförum Lottu hefur tveimur þekktum ævintýrum til viðbótar verið bætt í leikinn. Það eru sögurnar um grísina þrjá og systkinin Hans og Grétu. Þá eru í verkinu fleiri en tíu stórskemmtileg lög sem binda söguna saman. Úr verður gómsætur ævintýrakokteill. „Við erum að fikta aðeins í sögunni, setjum okkar svip á ævintýrin þó svo þau lúti ákveðnum reglum, svona að einhverju leyti,“ segir hún. Hópurinn áætlar hátt í 30 sýningar í Tjarnarbíói í janúar, febrúar og mars en ætlar einnig að leggja land undir fót og heimsækja yfir 20 staði á landinu öllu og færa landsbyggðinni Ævintýraskóginn alveg upp að dyrum. „Rauðhetta fær að lifa út mars og svo byrjum við á sumarverkefninu. Byrjum hér í rúman mánuð, svo förum við á flakk um landið. Lottan fer á nagladekk. Við förum í þrjár stórar ferðir. Vesturland og Vestfirði, svo Norðurland og loks Suður- og Austurland. Frá Vík að Vopnafirði. Þetta eru um 20 bæjarfélög – aðeins færri en á sumrin – en samt heilmikið. Þetta er það sem við gerum til að sinna landsbyggðinni. Við gátum ekki sett þetta upp án þess að heimsækja vini okkar á landsbyggðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira