Haukur sigraði tilþrifaríka keppni | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 30. júní 2019 07:00 Haukur Viðar Einarsson á Heklu leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum. Sveinn Haraldsson Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bílaklúbbur Akureyrar hélt þriðju umferð Íslandsmótsins í torfæru sem fram fór á Blönduósi á laugardaginn. Haukur Viðar Einarsson vann sérútbúna flokkinn og reynsluboltinn Steingrímur Bjarnason vann í flokki götubíla. Það var hörkuslagur um fyrsta sætið í flokki sérútbúinna bíla þar sem 12 ökumenn voru skráðir til leiks. Þremenningarnir Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar sátu allir jafnir á toppi Íslandsmótsins fyrir keppnina. Eftir þrjár brautir voru aðeins 43 stig á milli Hauks sem var efstur, og Geir Everts sem var fjórði.Fjórða braut réði úrslitumRíkjandi Íslandsmeistarinn, Þór Þormar Pálsson, fór fyrstur í fjórðu brautina og komst ekki upp. Haukur Viðar kláraði brautina ásamt Ingólfi Guðvarðarsyni, sá síðarnefndi fékk þó færri refsistig og leiddi nú keppnina. Geir Evert Grímsson var kominn yfir erfiðasta hjallann þegar að startkrans í sjálfskiptingunni í Sleggjunni brotnaði og var Geir því frá að hverfa. Gríðarlega svekkjandi og fór Geir því heim með aðeins tvö stig til Íslandsmeistara. Haukur gaf allt í síðustu brautina en komst ekki upp gríðarbratta lokabarðið. Þór Þormar flaug eins og honum einum er lagið en rétt eins og Haukur kom hann öfuga leið niður. Að venju var það Þór Þormar Pálsson sem stökk manna hæst í torfærunni.Sveinn HaraldssonJöfn keppni allt til endaIngólfi dugði 210 stig úr lokabrautinni til að tryggja sér sigurinn. Örlögin voru hins vegar ekki með Ingólfi sem velti strax á fyrstu hindrun og varð því að sætta sig við annað sætið á eftir Hauki. Þriðji kom Guðmundur Elíasson á Ótemjunni. Frábær árangur hjá hinum átján ára gamla Guðmundi sem hafði aldrei staðið á verðlaunapalli í torfæru fyrr en á laugardaginn. Þór Þormar varð að sætta sig við fjórða sætið. Í þeim fimm keppnum sem Íslandsmeistarinn hefur keppt í sumar hefur hann aðeins einu sinni staðið á verðlaunapalli. Það gerði hann þegar hann vann heimakeppni sína á Akureyri fyrir tveimur vikum. Haukur Viðar hefur hinsvegar alltaf endað á verðlaunapalli í keppnum sumarsins. Fyrsta sæti Hauks þýðir að hann leiðir nú Íslandsmótið í sérútbúna flokknum með átta stiga forskot á Þór þegar tvær umferðir eru eftir. Þriðji kemur Ingólfur Guðvarðarson sem þurfti að missa af síðustu keppni og fjórði kemur Geir Evert Grímsson eftir hrakfallir helgarinnar. Nú hafa þrír mismunandi ökumenn unnið fyrstu þrár keppnir ársins og er það í fyrsta skiptið í sjö ár sem það gerist. Steingrímur Bjarnason velti Willys jeppa sínum í gegnum endamark sjöttu brautar.Sveinn HaraldssonSteingrímur Bjarnason í sérflokkiÍ götubílaflokki voru fjórir bílar skráðir til leiks. Þar af Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sem hefur verið að keppa í torfæru í 29 ár. Reynslan skilaði sér á Blönduósi er Steingrímur stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæran akstur, þá sérstaklega í síðustu brautinni þar sem reynsluboltinn velti í gegnum endamarkið. Steingrímur er nú kominn með 7 stiga forskot á Óskar Jónsson í Íslandsmótinu. Næsta keppni fer fram eftir þrjár vikur í gryfjum við rætur Akrafjalls. Þar vann Haukur Viðar sinn fyrsta sigur í fyrra en Þóri Þormari hefur aldrei gengið vel í gryfjunum. Þór þarf þó á góðum úrslitum að halda ef hann ætlar ekki að missa Hauk of langt frá sér fyrir lokaumferðina sem fram fer á Akureyri, heimabæ Þórs Þormars.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira