Bætingin verið framar vonum Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2019 18:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir er ungur og upprennandi kúluvarpari. Fréttablaðið/KRISTÓFER ÞORGRÍMSSON Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar. Hún fékk bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu U-20 ára fyrr í sumar og um nýliðna helgi var hún hluti af íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum í 3. deild í Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Erna Sóley kastaði kúlunni 15,85 metra um helgina og það kast skilaði henni silfurverðlaunum. Hún hefur kastað lengst 16,13 metra en það gerði hún á móti sem haldið var í Houston í Texas í Bandaríkjunum í apríl fyrr á þessu ári. Erna hóf nám Rice-háskólanum þar í borg í ágúst á síðasta ári. Þar hefur hún jafnt og þétt bætt árangur sinn á þessu ári og kórónað gott ár sitt með góðri frammistöðu í sumar. Hún er ánægð með gang mála hjá sér en stefnir hærra á næstu árum. „Það var mjög gaman að vera hluti af þessu frábæra liði og upplifa þessa miklu spennu um helgina. Það gekk mikið á og úrslitin réðust á lokasprettinum. Tilfinningin var frábær þegar ljóst var að við færum með sigur af hólmi. Það er öðruvísi að taka þátt í svona liðakeppni og eiga þátt í því að skila stigum í hús með frammistöðu sinni en þegar maður keppir sem einstaklingur og er bara að hugsa um sjálfan sig. Ég hefði viljað kasta yfir 16 metrana á þessu móti og mér fannst ég eiga töluvert inni. Sem betur fer kom það ekki að sök og við urðum í efsta sæti sem er geggjað,“ segir Erna Sóley í samtali við Fréttablaðið um mótið um helgina. „Ég er hins vegar ánægð með það hvernig ég hef verið að kasta heilt yfir í sumar og það að ég hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðustu mánuði. Árangur minn er klárlega framar væntingum og ég er farin að kasta lengra en ég hafði sett mér markmið um að gera. Aðstæður til þess að æfa eru eins og best verður á kosið í Houston og þjálfarinn þar er frábær. Þarna er hugsað mjög vel um mig sem íþróttamann og aðstæður til æfinga og lyftingaaðstaðan í hæsta gæðaflokki. Þá fáum við fyrsta flokks sjúkraþjálfun, nudd og annað í þeim dúr sem hjálpar til við að ná toppárangri,“ segir hún um síðasta árið hjá sér. „Það tók mig smá tíma að venjast því að æfa í jafn miklum hita og er í Houston en ég er orðin vön því og það voru ákveðin viðbrigði að koma aftur heim í vor og kasta í minni hita á nýjan leik. Stefnan er að vera úti næstu þrjú árin og halda áfram að bæta mig. Næsta mót er svo Norðurlandamót unglinga sem er síðasta mót tímabilsins hjá mér. Þar langar mig að kasta yfir 16 metra og sjá til hverju það skilar mér. Ég hef verið að keppa á mörgum mótum á þessu tímabili og kastað mjög mikið sem hefur skilað sér í stöðugri bætingu. Mig langar að vera komin á það stig eftir þrjú ár að vera farin að kasta yfir 18 metra og keppa á Evrópumóti, heimsmeistaramóti, Ólympíuleikum og öðrum stórmótum í fullorðinsflokki á þeim tímapunkti. Mér finnst það klárlega raunhæft og það er allavega markmiðið,“ segir hún um næstu verkefni og framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira