Þú vinnur traust ókunnungs fólks svo auðveldlega og heillar þá sem þú vilt heilla upp úr skónum, og núna þarftu að nota sjarmann þinn til þess að lagfæra, endurskipuleggja og einfalda lífið því þá líður þér sem best. Sparaðu stóru orðin og þú þarft ekki að láta allan heiminn vita hvað þér finnst, notaðu kærleikann því hann er alltaf sterkasta sverðið. Styrkur þinn felst í þeim hæfileika að gefa frá þér gleði og von, gerðu það óspart því öll orð og gjörðir þínar mæta þér aftur, það kallast Karma.
Þér finnst svo oft þig vanti orku, að þú sért kraftlaus og tíminn sé svo endalaut að líða, en orka gefur orku, svo byrjaðu á einhverju því það er alltaf upphafið, þú verður svo stolt manneskja þegar þú sérð útkomu og stoltinu fylgir enn meiri útkoma.
Þú ríst uppúr því að láta annarra manna álit verða þína skoðun og hrindir frá þér erfiðleikunum eins og regnjakki hrindir frá sér vatni, finnur þú verður auðmjúkur og langar til að faðma að þér fólk, láttu það bara eftir þér því í hverju faðmlagi fylgir heilun, en það þarf að vara í sjö sekúndur til þess að það sé fullkomið. Þetta sagði hún Dorrit Moussaief mér og ég hef sannreynt þetta. Þetta er magnaður tími sem gerir merkilega hluti, það eina sem þú þarft að gera er að vera í hringiðunni.
Kossar og knús, Sigga Kling

Ljón 23. júlí - 22. ágúst
Cara Delevingne fyrirsæta, 12. ágústÁgústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, 28. júlí
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, 12. ágúst
Birgitta Haukdal söngkona, 28. júlí
Barack Obama Bandaríkjaforseti, 4. ágúst
Ásdís Rán fyrirsæta, 12. ágúst
Geir Ólafsson söngvari, 14. ágúst
Þórunn Antonía alheimsstjarna, 28. júlí
Albert Eiríksson, matgæðingur, 16. ágúst
Jennifer Lopez söngkona, 24. júlí
Diddú, 8. ágúst
Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, 29. júlí
Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, 6. ágúst
Inga Sæland, 3. ágúst
Sunneva Einarsdóttir, samfélagsmiðlastjarna, 7. ágúst
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, 4. ágúst
Valdimar Guðmundsson, söngvari, 7. ágúst