Trylla Tjarnarbíó með teknófiðluleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 13:40 Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth
Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15