Þremur íslenskum CrossFit stelpum spáð meðal fjögurra efstu á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti