Innlent

Vaðlaheiðargöng opnuð aftur eftir brunann

Eiður Þór Árnason skrifar
Vesturmunni Vaðlaheiðarganga
Vesturmunni Vaðlaheiðarganga Vísir/tryggvi
Búið er að opna fyrir umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng á ný eftir að bíll varð alelda þar inni seinni partinn í dag.

Eldur kviknaði í bíl austan megin í gangamunna Vaðlaheiðarganga í dag og fyllti mikill reykur göngin. Sprengingar og mikill eldur var í göngunum en gekk slökkviliði vel að ná niðurlögum eldsins.

Erlendir ferðamenn voru á bílnum sem var bílaleigubíll. Telur varðstjóri að um tæknilega bilun hafi verið að ræða og var fólkið komið úr bílnum þegar eldurinn kviknaði. Engin hætta var á ferðum og fólki varð ekki meint af. Ekki liggur fyrir hver nákvæm eldsupptök voru að svo stöddu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.