Klæðist stórum fötum svo fólk geti ekki haft skoðanir á líkama hennar Sylvía Hall skrifar 12. maí 2019 17:49 Billie Eilish er aðeins sautján ára gömul en er á meðal þekktustu tónlistarmanna í bransanum í dag. Vísir/Getty Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“ Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“
Tónlist Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira