Jökull segir Rolling Stones hafa gengið á eftir Kaleo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 20:05 Jökull er söngvari Kaleo. Vísir/Getty Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni. Bandaríkin Kaleo Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni.
Bandaríkin Kaleo Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“