Innlent

Borgarfjarðarbraut opin að nýju

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tilkynning barst um slysið um klukkan ellefu í dag.
Tilkynning barst um slysið um klukkan ellefu í dag. Stöð 2/Egill
Búið er að opna aftur fyrir umferð um Borgarfjarðarbraut hjá Grjóteyri. Vegurinn er því greiðfær að nýju.Umferðarslys varð í morgun á Borgarfjarðarbraut við Grjóteyrarhæð. Þá þurfti að loka brautinni vegna slyssins. Um mjög harðan árekstur var að ræða en tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan og þurfti að flytja tvo með sjúkrabíl á landsspítalann en einn var fluttur á heilsugæsluna í Borgarnesi.Þrír voru í öðrum bílnum en aðeins einn í hinum. Lögregla og sjúkralið ásamt lækni komu á vettvang.


Tengdar fréttir

Borgarfjarðarbraut lokuð eftir harðan árekstur

Í samtali við Vísi staðfesti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að um mjög harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.