Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 23:29 Frá ebólumeðferðarstöð í Kongó. Vísir/Getty Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05
Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45
Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15