Sport

Sportpakkinn: Hræðist ekki að keppa við þá bestu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keilumaðurinn Arnar Davíð Jónsson átti frábært ár.
Keilumaðurinn Arnar Davíð Jónsson átti frábært ár. mynd/stöð 2

Keilumaðurinn Arnar Davíð Jónsson náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda. Þar bar hæst sigur á Evrópumótaröðinni.

„Evrópumótaröðin var próf fyrir sjálfan mig. Ég ætlaði bara inn á hana og sjá hvar ég stæði,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Ég vann Evrópumótaröðina og sá þá hvar ég stend í heiminum. Núna vil ég fara út og spila á sem flestum mótum.“

Framundan hjá Arnari er þátttaka á sterkustu mótaröð heims, þeirri bandarísku.

„Í mótinu í Kúveit tapaði ég fyrir, að mínu mati, einum besta keilara í heiminum, Dominic Barett. Þar spilaði ég á meðal þeirra bestu og lenti í 2. sæti,“ sagði Arnar.

„Það var góð yfirlýsing og próf fyrir sjálfan mig; að lenda í 2. sæti á móti þessum keilurum. Þeir eru hræddir við mig. Ég á ekki að hræðast að fara aftur út og keppa við þá.“

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Keppir á sterkustu mótaröð heims

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×