Sport

Náði ekki vigt og tapaði 123 milljónum króna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Julio Cesar Chavez Jr.
Julio Cesar Chavez Jr. vísir/getty

Það getur verið dýrt að ná ekki réttri þyngd í hnefaleikaheiminum og því fékk Julio Cesar Chavez Jr. að kynnast í gær.

Hann var þá fimm pundum yfir 168 pundunum sem hann átti að vera í fyrir bardaga sinn gegn Daniel Jacobs um helgina.

Bardaginn mun samt fara fram en skipuleggjendur tóku eina milljón dollara, 123 milljónir króna, af Chavez fyrir þessi mistök. Það er einn þriðji af launatékka hans því hann átti að fá 3 milljónir dollara fyrir bardagann. Þessi milljón rann yfir til Jacobs.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Chavez nær ekki tilsettri þyngd en aldrei áður hefur það kostað hann eins mikið.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×