Sport

Heimsmeistarinn í pílukasti er ekki mikið jólabarn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gerwen stefnir á að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil.
Van Gerwen stefnir á að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. vísir/getty

Michael van Gerwen, heimsmeistari í pílukasti, segist ekki vera mikið jólabarn.

Heimsmeistaramótið í pílukasti fer alltaf fram á jólunum og Van Gerwen segir að það eigi hug hans allan á þessum tíma.

„Ég er ekki hrifinn af jólunum út af pílukastinu,“ sagði Van Gerwen við Sky eftir að hann lagði Ricky Evans að velli, 4-0, í gær. Hann flaug heim til Hollands í dag þar sem hann mun halda jól með fjölskyldu sinni.

„Ekki misskilja mig. Ég nýt samverunnar með fjölskyldunni en ég er ekki hrifinn af jólunum því öll mín einbeiting er á HM.“

Van Gerwen kemur aftur til Englands á annan í jólum. Þann 27. desember mætir hann svo Englendingnum Stephen Bunting í 16-manna úrslitum.

Van Gerwen hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari (2014, 2017 og 2019).

Bein útsending frá ellefta degi HM í pílukasti stendur nú yfir á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Van Gerwen örugglega áfram

Michael Van Gerwen sýndi fádæma yfirburði í 3.umferð HM í pílukasti í Alexandra Palace í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×