Sport

Hinir ósigruðu mætast aftur 22. febrúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilder og Fury gerðu umdeilt jafntefli fyrir rúmu ári.
Wilder og Fury gerðu umdeilt jafntefli fyrir rúmu ári. vísir/getty

Hnefaleikakapparnir Tyson Fury og Deontay Wilder mætast öðru sinni í hringnum 22. febrúar 2020 í Las Vegas.

Þeir gerðu umdeilt jafntefli í Staples Center í Los Angeles í desember í fyrra.

Hnefaleikaáhugafólk hefur beðið með eftirvæntingu eftir öðrum bardaga þeirra og nú er búið að staðfesta að hann fer fram 22. febrúar á næsta ári.

Fyrir utan bardagann fyrir ári hafa Fury og Wilder unnið alla bardaga sína á ferlinum.

Wilder hefur unnið 42 bardaga, þar af 41 með rothöggi. Fury er með 29 sigra á ferilskránni, þar af 20 með rothöggi.

Frammistaða Furys gegn Wilder vakti mikla athygli og talað var um eina eftirminnilegustu endurkomu boxsögunnar. Fury keppti ekkert frá nóvember 2015 til júní 2018 vegna andlegra veikinda og fíkniefnaneyslu. Hann náði sér hins vegar aftur á strik og margir töldu að honum hefði átt að vera dæmdur sigur í bardaganum gegn Wilder.

Bæði Fury og Wilder hafa unnið tvo bardaga frá því þeir mættust í fyrra. Fury sigraði Tom Schwarz og Otto Wallin á meðan Wilder bar sigurorð af Dominic Breazeale og Luis Ortiz.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×