Innlent

Veður­vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Ritstjórn skrifar
Veðurstofan spáir norðan 23-30 m/s víða og 33-38 m/s sunnan Vatnajökuls en dregur úr vindi Vestanlands í dag. Snjókoma á Norður- og Austurlandi, annars úrkomulítið. Hiti um eða undir frostmarki. Frost 1 til 8 stig og kaldara annað kvöld.
Veðurstofan spáir norðan 23-30 m/s víða og 33-38 m/s sunnan Vatnajökuls en dregur úr vindi Vestanlands í dag. Snjókoma á Norður- og Austurlandi, annars úrkomulítið. Hiti um eða undir frostmarki. Frost 1 til 8 stig og kaldara annað kvöld. vísir/vilhelm

Aftakaveður mun ganga yfir landið þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember. Viðvaranir eru í gangi víða og hefur í fyrsta sinn verið gefin út rauð viðvörun, á Norðurlandi vestra og Ströndum, frá því að litakóðakerfið var tekið upp. Víða annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.

Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. Verður hægt að fylgjast með í vakt Vísis að neðan.

Að neðan má sjá lægðina nálgast landið eins og hún birtist á vefsíðunni Windy. Þar fyrir neðan verða fluttar fréttir í Vaktinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.