Innlent

Björgunar­sveitar­fólk til­búið að taka á móti mesta skellinum í veðrinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarmenn reyna að bjarga skilti við Bryggjuna brugghús úti á Granda.
Björgunarsveitarmenn reyna að bjarga skilti við Bryggjuna brugghús úti á Granda. vísir/sigurjón

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að veðurspáin sé að miklu leyti að ganga eftir. Mesti skellurinn í veðrinu sé því fram undan næstu klukkutímana og er björgunarsveitarfólk um allt land í startholunum.Rauð veðurviðvörun tók gildi klukkan 16 á Norðurlandi vestra, Ströndum og Norðurlandi eystra. Á þessu landsvæði verður veðrið mjög slæmt, norðan ofsaveður og stórhríð.Framan af var dagurinn viðráðanlegur að sögn Davíðs, eitthvað var af verkefnum hjá björgunarsveitum á Norðurlandi, sérstaklega í kringum Tröllaskaga og í Skagafirði. Tilkynnt var um fok á þakklæðningum á Sauðárkróki og Ólafsfirði.„Nú er það svona aðeins búið að færast til í kringum Blönduós og þar og núna um þrjúleytið þá virðist spáin vera að ganga eftir. Það er búið að virkja vel flestar stjórnstöðvar hjá okkur og lögreglunni hérna megin á landinu og það eru farnir að mæta hópar í hús hérna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Árnessýslu,“ segir Davíð.Á fjórða tímanum fóru síðan að detta inn aðstoðarbeiðnir á suðvesturhorni og í Árnessýslu en það er enn vel viðráðanlegt og gengur vel.„Spáin er að miklu leyti að rætast og þá er allt sem bendir til þess að núna fram

undan, næstu klukkutímana sé mesti skellurinn að koma. Við tökum því bara um leið og það kemur. Björgunarsveitir eru orðnar mjög virkar, hópar komnir í hús víða um land og aðgerðastjórnendur hjá okkur og lögreglu eru vel meðvitaðir um ástandið,“ segir Davíð Már.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum

Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.