Sport

Tapaði ekki hrinu á HM kvenna og nú fær hún að reyna sig á móti körlunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikuru Suzuki er litríkur keppandi.
Mikuru Suzuki er litríkur keppandi. Getty/ Alex Burstow

Hin japanska Mikuru Suzuki vakti mikla athygli á HM kvenna í pílukasti fyrr á þessu ári og hún er önnur tveggja kvenna sem fær að reyna sig á móti körlunum á HM í pílukasti sem hefst 13. desember næstkomandi.HM í pílu fer fram 13. desember 2019 til 1. janúar 2020 og verður í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö eins og í fyrra.Pílan hefur verið eitt af þessum karlasportum en undanfarin ár hafa verið tekin lítil spor í að koma kvennapílunni af stað. Eitt af þeim er að leyfa konum að keppa við karlana á heimsmeistaramóti þeirra.Tvær konur fá þátttökurétt í ár eða Mikuru Suzuki frá Japan og Fallon Sherrock frá Englandi.Mikuru Suzuki er 37 ára gömul og varð fimmta konan til að tryggja sér heimsmeistaratitil kvenna í pílu. Eins og síðustu ár hefur sá sigur gefið bestu pílukonu heims tækifæri að keppa við karlana og það breytist ekki núna.Mikuru Suzuki kom mörgum á óvart á HM kvenna með því að vinna ríkjandi heimsmeistara, Lisu Ashton, í fyrstu umferðinni. Suzuki vann 2-0 og komst í átta liða úrslitin. Hún hélt síðan sigurgöngu sinni áfram og tapaði ekki hrinu á öllu mótinu.Suzuki vann úrslitaleikinn 3-0, 3-1 og 3-1 á móti hinni ensku Lorraine Winstanley og bauð upp á 90,12 í meðalskor sem er það hæsta í sögunni.Þetta verður í fyrsta sinn sem Mikuru Suzuki tekur þátt í HM í pílu og er hún ein af nýliðunum á heimsmeistaramótinu í ár.Það verður líka mjög athyglisvert að sjá hvort þær Mikuru Suzuki og Fallon Sherrock takist að stríða körlunum í fyrstu umferð HM í pílu. Suzuki mætir þar James Richardson frá Englandi en Sherrock lenti á móti landa sínum Ted Evetts.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.