Sport

Anton Sveinn sá fimmti hraðasti í heimi árið 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Mynd/Sundsamband Íslands

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee stóð sig mjög vel á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow í síðustu viku þar sem hann setti sjö Íslandsmet og komst í þrjú úrslitasund.

Anton Sveinn setti að auki tvö Norðurlandamet og náði bestu árangri í 200 metra bringusundi þar sem hann varð fjórði.

Sundsamband Íslands hefur tekið saman stöðu Antons á heims og Evrópulistum eftir frammistöðuna og öll þessi Íslandsmet.

Þar kemur fram að Anton Sveinn hafi hoppað alla leið upp í fimmta sæti heimslistans í sinni bestu grein sem er 200 metra bringusund.

Eftir frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu er Anton Sveinn McKee kominn mjög ofarlega á heimslistum í 25 metra lauginni í sínum greinum.

    Í 50 metra bringusundi er hann 11. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 24. hraðasti frá upphafi.
    Í 100 metra bringusundi er hann 8. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 23. hraðasti frá upphafi.
    Í 200 metra bringusundi er hann 5. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 25. hraðasti frá upphafi.

Á Evrópulistum er hann svo enn ofar.

    Í 500 metra bringusundi er hann 8. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 15. hraðasti frá upphafi.
    Í 100 metra  bringusundi er hann 7. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 15. hraðasti frá upphafi.
    Í 200 metra bringusundi er hann 4. hraðasti sundmaður ársins 2019 og sá 14. hraðasti frá upphafi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.