Sport

Heimsmeistarinn í pílukasti hefur titilvörnina í beinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael van Gerwen.
Michael van Gerwen. Getty/Harry Trump

Hollendingurinn Michael van Gerwen hefur titil að verja þegar heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra Palace í London í kvöld.

Michael van Gerwen varð heimsmeistari í þriðja sinn á mótinu í fyrra en vill nú afreka það sem hann hefur aldrei náð áður sem er að verja titilinn.

Van Gerwen var líka heimsmeistari 2014 og 2017 en náði í hvorugt skiptið að verja titilinn.

Michael van Gerwen er mjög sigurstranglegur enda ekki aðeins ríkjandi meistari heldur einnig í efsta sæti heimslistans.



Van Gerwen keppir strax í kvöld en veit samt ekki hverjum hann mætir. Mótherji Hollendingsins verður annað hvort Jelle Klaasen eða Kevin Burness. Þeir Jelle Klaasen og Kevin Burness mætast í fyrsta leik kvöldsins og sigurvegarinn fær að mæta heimsmeistaranum í lokaleik kvöldsins.

„Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna titil númer fjögur. Þetta er titilinn sem skiptir mig mestu máli núna. Vonandi hafa allir gaman af,“ skrifaði Michael van Gerwen á Twitter síðu sína.

Heimsmeistaramótið í pílukasti verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00.

Leikirnir 13. desember

1. Jelle Klaasen frá Hollandi -    Kevin Burness frá Norður Írlandi                

2. Kim Huybrechts frá Belgíu - Geert Nentjes frá Hollandi                    

3. Luke Humphries frá Englandi - Devon Petersen frá Suður Afríku                

4. Michael van Gerwen frá Hollandi - Klaasen eða Burness




Fleiri fréttir

Sjá meira


×