Sport

Sara með 46 stiga forskot í Dúbaí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara er í frábærri stöðu fyrir síðustu greinina.
Sara er í frábærri stöðu fyrir síðustu greinina. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA DUBAI CROSSFIT CHAMPIONSHIP

Sara Sigmundsdóttir jók forskot sitt á toppi Dubai CrossFit Championship í áttundu grein mótsins. Sara endaði þar í 2. sæti á eftir Jamie Greene frá Nýja-Sjálandi.

Fyrir níundu og síðustu grein mótsins er Sara með 712 stig, 46 stigum á undan Karin Frey frá Slóvakíu.

Sara var með 36 stiga forskot á Frey fyrir lokadaginn.

Hún hefur unnið tvær greinar, tvisvar sinnum lent í 2. sæti og tvisvar í því þriðja.

Eik Gylfadóttir lenti í 8. sæti í áttundu greininni. Fyrir vikið fór hún úr 17. sæti mótsins í það fjórtánda. Hún er með 486 stig.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá lokadegi mótsins með því að smella hér.

Staðan í kvennaflokki fyrir síðustu greinina:
1. Sara Sigmundsdóttir, Ísland - 712
2. Karin Frey, Slóvakía - 666
3. Samantha Briggs, Bretland - 651
4. Gabriela Migala, Pólland - 632
5. Jamie Greene, Nýja-Sjáland - 627
6. Alessandra Pichelli, Ítalía - 606
7. Emily Rolfe, Kanada - 591
8. Julie Hougård, Danmörk - 554
9. Emma Tall, Svíþjóð - 541
10. Mikaela Norman, Svíþjóð - 521Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.