Sport

Í beinni í dag: Real Madrid þarf sigur gegn Valencia

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verðugt verkefni hjá Real í kvöld.
Verðugt verkefni hjá Real í kvöld. vísir/getty

Ellefu beinar útsendingar verða á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag og kennir þar ýmissa grasa.

HM í pílukasti er komið á fullt í Alexandra Palace í Lundúnum og verður fylgst grannt með gangi mála þár.

Fjórir knattspyrnuleikir verða sýndir beint þar sem helstan ber að nefna stórleik Valencia og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni en Madridarliðið getur hirt toppsætið af Barcelona með sigri.

Í Olís-deild karla eru tveir stórleikir í dag og þeir eru báðir sýndir beint. FH fær ÍBV í heimsókn í Kaplakrika klukkan 16 og klukkan 19:15 mætast Selfoss og Valur.

Þá eru tveir leikir úr NFL deildinni sýndir beint eins og venjulega á sunnudögum og á Golfstöðinni geta golfáhugamenn fundið eitthvað við sitt hæfi.

Beinar útsendingar dagsins

12:30 HM í pílukasti (Stöð 2 Sport 2)

13:55 Juventus - Udinese (Stöð 2 Sport)

15:50 FH - ÍBV (Stöð 2 Sport 4)

16:55 Roma - SPAL (Stöð 2 Sport 3)

17:00 QBE Shootout PGA Tour 2019 (Stöð 2 Golf)

17:25 Sevilla - Villarreal (Stöð 2 Sport 4)

17:55 Green Bay Packers - Chicago Bears (Stöð 2 Sport 2)

19:00 HM í pílukasti (Stöð 2 Sport 3)

19:15 Selfoss - Valur (Stöð 2 Sport)

19:55 Valencia - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)

21:20 San Francisco 49ers - Atlanta Falcons (Stöð 2 Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×